Nokia N95 - Nýtt viðmið í farsímaheiminum

Í september á liðnu ári kynnti Nokia til nýjan farsíma sem telja má að hafi sett nýtt viðmið í farsímaheiminum. Nokia N95 er svo til farsími sem býður upp á allt það sem farsími getur boðið upp á í dag . . . og gott betur.N95-1

Nokia N95 er fyrsti síminn frá Nokia sem býður upp á bæði innbyggða GPS-virkni og 5 megapixla myndavél. Að auki eru "all the usual refinements" eins og Q myndir orða það; FM-útvarp, MP3-spilari, minniskortarauf fyrir microSD-minniskort, Quad-Band virkni (850/900/1800/1900 mhz), 3G-virkni, WLAN, 2,6 tommu skjár og innbyggt 160MB minni. Að auki er HSDPA-stuðningur sem menn hafa kallað turbó-3G en þá er verið að tala um flutningsgetu upp að 3-4MB, miðað við 236 kb sem er í gangi hér á landi með EDGE-tengingum.

Hönnunin á þessari græju er óvenjuleg að því leyti að sleðinn sem rennur fram undan símanum er einnig hægt að renna í hina áttina og þá koma í ljós stjórntakkar fyrir MP3-spilarann og eiga þessir takkar að auki að virka fyrir afspilun á myndskeiðum sem maður er ef til vill með í símanum.

N95-3Sjálfur hef ég séð þennan síma í virkni og fengið aðeins að skoða hann og segja má að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með að skoða þessa græju. Allur frágangur er til fyrirmyndar og meira að segja er sleðinn sjálfur sem rennur í báðar áttir nokkuð sterkbyggður og ekki miklar líkur á því að hann fari að bila, allaveganna ekki um leið og síminn er tekinn upp úr kassanum.

Búast má við því að Nokia N95 komi í sölu vonandi í mars á þessu ári. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum né heldur hvað þessi sími komi til með að kosta. Af gömlum vana kallar maður þetta síma en þetta er í rauninni nær því að vera lítil tölva, enda má gera ráð fyrir því að örgjörvinn verði ekki minni en 330mhz. Til samanburðar að þá var tölvan sem ég notaði til að skrifa lokaritgerðina mína úr Háskóla Íslands með 220mhz örgjörva.

(Summary in English: Last September Nokia announced a new benchmark in the mobile world; Nokia N95. This is the first smartphone from Nokia that has a built-in GPS receiver and a 5 megapixel camera. Along with that there are all the usual refinements like an MP3-player, FM radio, WLAN and Quad-Band support. Also there is a 3G and HSDPA-connection support, guaraneeting a powerful download link through the GSM-network. The unique slide-design on this phone is that the slider goes in two directions; down for the normal keypad input functions and up for easy access to the MP3-player. Nokia N95 will most likely be available in march of this year but there are no confirmed figuers on how much this phone will cost. From an old habit, I call this a phone but this more like a multimedia computer and will most likely have a CPU no smaller than 330mhz. To compare, I wrote my BA-essay on a computer with a 220mhz CPU.)


Nokia á nýju ári

Tilgangurinn með þessari ágætu blogg-síðu er að halda úti einskonar upplýsingavef um það sem er að gerast hjá Nokia í hinum ýmsu farsímalausnum sem koma frá því ágæta fyrirtæki. Nokia er, eins og margir vita, stærsti farsímaframleiðandi í heimi og er um þessar mundir með um 35% heimsmarkaðshlutdeild.

 Reynt verður eftir bestu getu að birta reglulega fréttir af því sem er að koma frá Nokia sem og því sem hægt er að gera með Nokia-farsímum en fæstir vita að einn meðalfarsími í dag býr yfir svipuðum vélbúnaði og hefðbundin heimilistölva bjóa yfir fyrir um 7-10 árum síðan. Færslur verða fyrst og fremst ritaðar á íslensku enda hefur Nokia lagt mikið uppúr því að bjóða upp á allar sínar vörur á íslensku enda hefur íslenski markaðurinn haldið tryggð við Nokia í talsvert langan tíma. Að auki mun stuttur útdráttur úr hverri færslu verða birtur í lokin á ensku.

Summary in English: The purpose of this weblog-page is to inform users of the exciting things that are happening in the world of Nokia today. As you may know, Nokia is the largest manufacturer of mobile phones in the world and currently they hold a 35% market share worldwide. On a regular basis, there will be news on this site about what is on its' way from Nokia and also what users can do with their mobile phones. Few users know that the average mobile phone today has similar hardware characteristics of the average home computer about 7-10 years ago.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

Nokia

Höfundur

Magnús Viðar Skúlason
Magnús Viðar Skúlason
Höfundur starfar sem sérfræðingur í Nokia lausnum hjá Hátækni ehf. í Reykjavík. - The writer on this page works as a specialist in Nokia solutions for a company called Hataekni ehf. here in Iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • nýjir símar
  • Nokia Intellisync-logo
  • Nokia 6110 Navigator
  • Nokia N77
  • Nokia E90

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband