29.6.2007 | 08:29
Staðreyndir um iPhone
Vart hefur það farið framhjá nokkrum sem fylgist með nýjungum í tækniheiminum að Apple er að senda frá sér farsíma. Þrálátur orðrómur hefur verið um þessa tækninýjung í 2-3 ár og telja margir að þetta sé tæknibylting sem sé að eiga sér stað. En er það raunin?
Við nánari athugun kemur ýmislegt athyglisvert í ljós sem ef til vill gæti sett strik í reikninginn þegar það kemur að samanburði við aðra farsíma sem eru nú þegar á markaðnum. Nú þegar eru nokkur eintök af iPhone komin í umferð og hafa ýmsir aðilar komist í tækið til þess að staðfesta það hvað þessi blessaði sími býður upp á:
-Stýrikerfið í símanum, sem er í raun minni útgáfa af Mac OS X tekur heil 700MB í pláss á harða disknum
-Það er ekki hægt að afrita, klippa eða líma (copy, cut, paste) texta í símanum
-Enginn A2DP-stuðningur, þ.e. stereo-Bluetooth
-Ekki er hægt að nota tónlistina sem maður geymir í símanum sem hringitón fyrir símann, ekki er einu sinn hægt að setja hreinan MP3-tón inn í símann, einungis er hægt að nota þá hringitóna sem fylgja símanum
-Þegar síminn er tengdur við PC-tölvu, þá samstillir hann (sync) einungis dagatalið og heimilisfangaskrána (!)
-Hægt er að skoða, en ekki vinna með, ýmis skjöl eins og Word, Excel og PDF
-Flash-stuðningur er til staðar í símanum en vafrinn er ekki með Flash-stuðning og að auki er enginn video-afspilun studd í vafranum
-Hægt er að taka myndir en ekki myndskeið, þrátt fyrir að YouTube-aðgangur sé til staðar í símanum
-Ekki er hægt að senda MMS-skilaboð
Miðað við þessa lýsingu þá minnir þetta nokkuð mikið á þá síma sem voru að koma á markað í kringum aldamótin. Þrátt fyrir það virðast flestir telja að iPhone sé 'fullkomnasta símtæki sem komið hefur á markaðinn'. Einkennilegar fullyrðingar, svo ekki verður meira sagt. Hægt er að benda á aragrúa af símtækjum frá öllum helstu símaframleiðendunum sem jafnast á við iPhone og gott betur.
Hinsvegar er snertiskjárinn sem iPhone er með nokkuð nýstárlegur og athyglisvert verður að fylgjast með því hvernig fólk nær að venjast því að vinna einungis á snertiskjá.
Þetta æði sem hefur farið af stað varðandi iPhone hefur þó gert eitt markvert og það er að það hefur opnað augu almennra notenda fyrir því hvað sé hægt að gera með farsímanum sínum. Ef ég tala fyrir mína parta þá hef ég verið að ná í tölvupóstinn minn í símanum mínum síðan 2000 og farið á Netið að auki, ég hef notast við MP3-spilarann í símanum þegar ég þarf að hlusta á tónlist þegar ég er úti að hjóla eða labba í vinnuna. Þessvegna er það fagnaðarefni að Apple skuli hella sér út í þennan bransa og opna augu fólks fyrir því hvað farsímar geta gert. Hinsvegar tel ég að allir viti bornir menn sjái það að iPhone er langt frá því að vera sú tæknibylting sem um er talað, sú bylting hófst í kringum aldamótin, það er bara núna fyrst sem fólk er að átta sig á henni.
iPhone nýtist enn ekki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 13:42
Allt í vinnslu
Verið er að vinna að efni fyrir síðuna og mun það vonandi birtast á næstu dögum.
Summary in English: New material is being produced and worked on. Hopefully something new will appear here in the next few days.
16.3.2007 | 10:35
Sjónvarp í farsímann?
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða í farsímaheiminum um sjónvarpsútsendingar í farsíma. Segja má að kveikjan að þessari umræðu sé umfjöllun vefvarps mbl.is um þetta mál en umsjónarmenn þess settu sig í samband við umsjónarmann þessarar weblog-síðu og tóku m.a. stutt viðtal við hann um stafrænar sjónvarpsútsendingar í farsíma. (Slóð á viðtalið, smellið hér)
Stuttu eftir að fréttin birtist að þá kemur tilkynning frá Vodafone um að hægt sé að nálgast sjónvarpsefni beint í farsímann sinn. Hér er á ferðinni nýstárleg þjónusta sem vert er að gefa gaum að, enda segja má að þetta sé í fyrsta skipti sem að hægt sé að nálgast sjónvarpsefni í farsímann sinn. Sú aðferð sem Vodafone notar til þess að koma þessu efni í farsímann er ekkert ósvipað því sem ruv.is og visir.is bjóða upp á varðandi áhorf á efni af heimasíðum þeirra.
Notandinn er einfaldlega að streyma niður í símann sinn efni sem er að finna á efnisveitu Vodafone sem nefnist Vodafone Live. Þeir símar sem eru virkir í þessari þjónustu eru hinsvegar af skornum skammti og eru einungis þrír til að byrja með; Sony Ericsson K750, Nokia 6280 og Nokia 6131. Ástæðan fyrir því að einungis þessir þrír símar eru virkir í þessari þjónustu er sú að þetta eru einu símarnir á markaðnum sem styðja hinn svokallaða H.264-myndstaðall en það er ákveðin tegund af kóðun á myndefni. Þeir símar sem eru væntanlegir frá Nokia á þessu ári verða nánast allir með þennan stuðning.
Þetta eru því tveir ólíkir hlutir sem eru á ferðinni hérna. Viðtalið á vefvarpi mbl.is snérist um stafrænar sjónvarpsútsendingar á DVB-H staðlinum en það sem Vodafone býður upp á er einfaldlega streymun eða niðurhal á efni sem er nú þegar til staðar á netinu. DVB-H útsendingar eru meira eins og venjulegar beinar sjónvarpssendingar eins og flestir eru vanir að horfa á sjónvarpinu sínu en streymun á efni er meira tengd því að tengjast ákveðinni þjónustu og horfa á það sem er í boði þar hverju sinni. Hvað sem allri þjónustu líður að þá má segja það að margt og mikið eigi eftir að koma fyrir sjónir farsímanotenda á þessu ári og tækin verða sífellt fullkomnari og veglegri í vinnslu.
Summary in English: There has been a lot of talk about mobile TV here in Iceland the past few weeks. The start of this all can be traced to a small interview that mbl.is made about mobile TV and they interviewed the author of this weblog-page on this matter.
A few days later, Vodafone Iceland, came with a new service through the Vodafone Live-service, where you can download and stream video content from their website. To start with there are only a handful of phones that can use this service because it requires that you have a phone with the H.264 video codec. Almost every phone coming from Nokia this year has the ability to stream and watch video with the H.264 video codec.
So we are talking about two different methods of watching mobile TV, either by streaming it of the Internet or watch a live broadcast on the DVB-H standard. Either way, these are very exciting times for mobile users since the mobile devices are becoming more and more technologically advanced, capable of doing almost everything.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook
9.3.2007 | 09:34
Undirbúningur fyrir Tækni og Vit 2007
Eins og sjá má á þessari mynd að þá er ýmislegt til sýnis á básnum hjá Hátækni á Tækni og Vit 2007 í Fífunni. Á myndinni eru m.a. Nokia E90, Nokia N95, Nokia N76 og fleiri góðir símar sem eru væntanlegir á næstu vikum og mánuðum.
Fyrir áhugasama að þá erum við í bás C11, rétt hjá kaffistofunni. Nánari upplýsingar er að finna á www.taekniogvit.is
Summary in English: As you can see on this picture, we have been busy getting things ready for the Tækni og Vit-expo here in Iceland. On this picture you can see phones like Nokia E90, Nokia N95, Nokia N76 and other great phones that will be soon available.
For those who are interested, Hataekni will be on booth C11, right next to the coffee-shop. For more information, please visit www.taekniogvit.is
6.3.2007 | 15:26
Hátækni á Tækni og Vit 2007
Hátækni mun vera með bás á Tækni og Vit 2007, sem hefst núna nk. fimmudag, 8. mars og stendur yfir fram á sunnudaginn 11. mars.
Hátækni mun sýna hinar ýmsu farsímalausnir, bæði fyrir Windows Mobile 5.0 og fyrir Nokia-farsíma, þó sérstaklega síma sem eru að keyra á S60-stýrikerfinu frá Symbian.
Þó mun mest athygli fara í að kynna Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0, sem er núna formlega komið í dreifingu og er komið í gang hjá Hátækni. Það er búin að vera löng og ströng bið eftir þessari útgáfu frá Nokia og því eru væntingar orðnar talsverðar. Óhætt er að segja að Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0 stendur undir þeim og gott betur.
Að auki verða kynntar tölvupóstlausnir fyrir E-símana frá Nokia en fyrir þá sem vita það ekki að þá er hægt að nálgast tölvupóstinn sinn í gegnum OpenHand, BlackBerry Connect, ActiveSync eða með POP3/IMAP4-stöðlunum beint yfir í Nokia-símann sinn. Auk þess er stuðningur við flestar af þessum tölvupóstlausnum fyrir Windows Mobile og Pocket PC-lófatölvur.
Einnig verða til sýnis og til kynningar nokkur forrit sem er hægt að setja upp í farsímum, til þess að auka notagildi þeirra og virkni. Má þar nefna forrit eins og MSN-spjallforrit fyrir Nokia-síma, upptökuforrit fyrir Nokia og Windows, þar sem hægt er að taka upp símtöl.
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér: www.taekniogvit.is
Summary in English: Hataekni will participate in the Tækni og Vit 2007-expo here in Iceland. What Hataekni will focus on is various e-mail and software solutions for mobile phones, whether it is an S60-powered Nokia-phone or a Windows Mobile-device.
What Hataekni will have the main focus on is Nokia Intellisync Mobile Device 8.0, which has now been formally launched.
As well as putting a focus on Nokia Intellisync, Hataekni will also focus on other e-mail solutions for Nokia and Windows Mobile, such as OpenHand, BlackBerry, ActiveSync and many others.
For more informaion, please visti this website: www.taekniogvit.is
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook
22.2.2007 | 13:16
Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0
Ég var þess heiðus aðnjótandi að fá að kíkja aðeins til Nokia í Kaupmannahöfn núna í vikunni og að fá að sitja fyrirlestur hjá Nokia um nýjustu uppfærsluna á Nokia Intellisync Mobile Suite en útgáfa 8 var kynnt formlega á 3GSM-ráðstefnunni núna um daginn.
Þessi fyrirlestur einblíndi að mestu leyti á kerfislausn inn NIMS sem nefnist Device Management og nýrri viðbót við hana sem nefnist OMA DM eða Open Mobile Alliance Device Management. Device Management-hlutinn sem hefur verið hluti af Intellisync Mobile Suite frá Intellisync, áður en Nokia keypti Intellisync, hefur gagnast mörgum fyrirtækjum en með þessari lausn er netstjóri fyrirtækisins með fullkomna yfirsýn yfir þau tæki sem eru í gangi innan fyrirtækisins og hægt að stjórna notkun þeirra og hefta aðgang að þeim ef þau skildu týnast.
OMA DM-lausnin er hinsvegar tækjastjórnunarlausn sem Nokia hafði verið að þróa innanhús hjá sér áður en Nokia keypti Intellisync og því var ákveðið að gera þessa lausn aðgengilega fyrir notendur og setja hana inn sem hluta af NIMS 8.0. Með OMA DM er hægt að hafa fullkomna og viðtæka stjórn á tækjakosti fyrirtæksins og er hægt með einföldum hætti að senda niður nýjar stillingar eða breyta stillingum sem fyrir eru í símtæki þannig að notandinn þarf ekki að mæta til þess tækniaðila innan fyrirtækisins sem ber ábyrgð á tækjunum. Netstjórinn gæti þessvegna verið staddur í London og sent stillingar áfram niður í tæki sem er staðsett á Íslandi.
Með tilkomu þess að hægt sé að nálgast tölvupóstinn sinn í farsímann að þá hafa fyrirtæki orðið meira meðvituð um að gæta þarf fyllsta öryggis með þessi símtæki og getur það skipt sköpum fyrir velferð fyrirtækisins ef að síminn kæmist í rangar hendur. Þess vegna tryggir Device Management og OMA DM frá Nokia fullkomna yfirsýn yfir þau tæki sem eru í gangi innan fyrirtækja hverju sinni.
Á ráðstefnunni Tækni og Vit sem haldin verður 8.-11. mars mun Hátækni sýna Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0 í virkni og geta því gestir og gangandi séð hvernig þetta virkar.
Summary in English: I got a chance this week to visit Nokia in Copenhagen and attend a seminar on their new Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0.
The lectuar was centralized around the Device Management part of NIMS 8.0 and specifically the OMA DM-solution that Nokia has developed and have now officially made it available for the public.
It has become increasingly difficult for IT-departments to maintain a clear view on what devices are being used at each and every time so Device Management-solution within NIMS 8.0 gives a perfect view on what is going and has the necessary tools to prevent data loss and e-mails getting into the wrong hands.
Hataekni will be at the Tækni og vit-conference here in Iceland which will be held March 8th to 11th and the Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0 will be up and running so customers can see the new system in action.
13.2.2007 | 13:43
Stafrænt sjónvarp í farsíma er orðið að veruleika
Nokia kynnti Nokia N77 formlega til sögunnar við upphaf 3GSM-ráðstefnunnar í Barcelona. Það sem er einstakt við þennan síma er að hann getur tekið á móti stafrænum sjónvarpsútsendingum.
Í kynningunni kom einnig fram að á næsta ári muni örflagan sem gerir símum kleyft að ná stafrænu sjónvarpsmerki kosta einungis 7 evrur, sem gerir farsímaframleiðendum kleyft að framleiða fleiri og jafnvel ódýrari farsíma sem styðja þennan möguleika.
Nokia N77 mun ryðja brautina fyrir aðra farsíma sem eiga eftir að koma á markað með þessari virkni.
Mikill samhugur er um DVB-staðalinn en Nokia, SonyEricsson og Motorola hafa tekið höndum saman um að nýta þennan staðal fyrir þá farsíma sem þeir munu framleiða í framtíðinni. Þetta þýðir að hátt í 60% framleiddra farsíma í heiminum munu styðja þennan staðal og líklegt að aðrir framleiðendur muni fylgja í kjölfarið. Samsung hefur notast við svonefndan DMB-staðal og hefur hann verið í notkun í Asíu en menn þar á bæ hafa ljáð máls á því að skipta hugsanlega yfir í DVB ef það nær útbreiðslu.
Hvað sem öllum öðrum stöðlum líður að þá er það ljóst að DVB mun vera ráðandi staðall á næstu árum. Þrátt fyrir að Qualcomm í Bandaríkjunum hafi náð samkomulagi við tvö farsímafyrirtæki í Bandaríkjunum um að nýta þeirra staðal að þá er ljóst að Qualcomm skortir þá farsímaframleiðendur til að framleiða tæki sem nýta þann staðal.
Summary in English: Nokia introduced their first mass-production DVB-handset at the beginning of the 3GSM-conference in Barcelona. The handset is called Nokia N77 and will be able to receive DVB-television signals. Nokia has further implied that the cost of the chip that allows phones to receive DVB-signals will cost only 7 euros in 2008.
It is clear that Nokia, SonyEricsson and Motorola will use the DVB-standard in their future handsets, which means that almost 60% of produced phones will possible have the option of utilizing DVB. Samsung has been using a standard called DMB in Asia but it is a possibility that they will switch to DVB in the near future.
DVB is clearly the standard that mobile manufacturers are looking at and hopefully we will see more DVB-able phones in the near future.
Farsímasjónvarp virðist vera að ná fótfestu - og þó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 16:59
Nýjungar frá Nokia
Það var nánast búið að gera ráð fyrir því að Nokia ætlaði sér stóra hluti á 3GSM-ráðstefnunni sem haldin er núna í Barcelona. Ráðstefnan hófst formlega í dag og henni líkur 15. febrúar eða næsta fimmtudag. Þessi ráðstefnu hefur nánast tekið við af CeBit-ráðstefnunni, sem haldin hefur verin í Hannover í Þýskalandi ár hvert, sem sá vettvangur þar sem farsímframleiðendur kynna sitt nýjast og öflugasta.
Nokia hóf leikinn strax í morgun kl. 11 að staðartíma, haldinn var formleg kynning og blaðamannafundur á því sem Nokia ætlar að leggja áherslu á núna í ár. Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, hóf kynninguna á því sem Nokia vill gera fyrir símnotendur og eins hvert markaðurinn er að stefna í þeirra huga. Greinilegt er að stafræn sjónvarpsmóttaka er það næsta og heitasta sem er í gangi í farsímaheiminum í dag og Nokia hefur frá árinu 2003 verið með þrjá síma í framleiðslu sem geta tekið á móti DVB-T (Digital Video Broadcast - Terrestrial) sjónvarpsmerki en þetta er sá staðall sem farsímaframleiðendur hafa sameinast um að nota fyrir farsíma til að koma stafrænu sjónvarpsmerki yfir í síma. Nokia hefur spáð því að árið 2008 muni örflagan í farsímann sem sér til þess að hann nái stafrænu sjónvarpsmerki einungis kosta 7 evrur. Í því ljósi kynnti Nokia núna formlega Nokia N77, fyrst fjöldaframleiddi farsíminn frá Nokia sem mun taka á móti stafrænu sjónvarpi.
Í kjölfarið kynnti Olli-Pekka Kallasvuo tvo nýja síma sem nefnast Nokia 6110 Navigator og Nokia 3110 Classic. Glöggir lesendur sjá það að þetta eru númer sem hafa áður verið notuð á Nokia-farsímum. Þessvegna eru þessir nýju símar aðgreindir með nafni. Navigator bendir til þess að sími með slíku nafni sé með GPS-virkni og kortamöguleikum. Classic bendir til að hér sé sími á ferðinni sem sé meira hefðbundin og þjóni þeirri grunnsímavirkni sem margir notendur eru að leitast eftir.
Það sem flestir voru þó að bíða eftir voru formlega kynningar á nýjum viðbótum við E-línuna frá Nokia. E-línan inniheldur síma sem eru sérstaklega hannaðir fyrir viðskiptalífið og hafa þeir fjórir símar sem hafa nú þegar verið kynntir í þeirri línu fengið fádæma góðar viðtökur. Miðað við viðbrögðin við þessum þremur nýju símum sem kynntir voru í morgun að þá er alveg á hreinu að E-línan á eftir að halda áfram í vinsældum.
Kynntir voru þrír nýjir símar í E-línunni; Nokia E61i, Nokia E65 og Nokia E90.
Nokia E61i er rökrétt framhald af Nokia E61, þar sem er búið að uppfæra lyklaborðið og gera það þægilegra í notkun, búið er að bæta 2 megapixla myndavél í símann og gera hann þynnri og þægilegri í vasann.
Næst er það Nokia E65 sem er í sjálfu sér rökrétt viðbót við E-línuna þar sem eitt af megineinkennum E-línunnar er að bjóða upp á rauninni sama símann en svo er hægt að fá hann í mismunandi formi, þ.e. ef notendur vilja hefðbundið takkaborð þá velja þeir Nokia E60 en ef þeir vilja vera með heilt lyklaborð þá hafa þeir valið Nokia E61 o.s.frv. Nokia E65 er því fyrsti sleðasíminn í E-línunni og því ættu einhverjir að taka þeirri viðbót fagnandi. Nokia E65 er með Quad-Bandi virkni, WLAN-tengingu, 2 megapixla myndavél og er í raun hannaður með öflug talsamskipti í huga enda eru flýtitakkar á framhlið símans sem gera notendum kleyft að nálgast hefðbundna talsímavirkni með auðveldum hætti. Sjálfur hef ég verið að nota þennan síma í nokkra daga og er þetta einhver þægilegasti og nettasti sími sem ég hef notað frá Nokia.
Hinsvegar var það Nokia E90 sem flestir voru að bíða eftir, enda láku út myndir af honum á Netið á föstudaginn og hafa margir verið að velta því fyrir sér hvort að Nokia myndi láta verða af því að loksins kynna þennan síma, enda hefur verið þrálátur orðrómur um hann síðan í október á liðnu ári. Nokia lét ekki standa á sér í þetta sinn og segja má að þegar lesið er yfir eiginleikalýsinguna á símanum að þá dettur manni óhjákvæmilega Nokia N95 í hug. Hægt er að segja að Nokia E90 sé nýjasti Communicator-síminn frá Nokia en Nokia hefur gefið út slíka síma með reglulegu millibili frá árinu 1996. Hinsvegar ber Nokia E90 ekki neinar merkingar um að hann sé Communicator-sími og eitt af sérkennum Communicator-símanna er S80-stýrikerfið frá Symbian en það er ekki að finna í Nokia E90. S60-stýrikerfið, sem er 74% af öllum snjallsímum á markaðnum í dag eru að nota, er núna að finna í Nokia E90. Telja menn að þetta komi til með að styrkja stöðu Communicator-símanna frá Nokia til muna því að hægt verður að nota sömu forritin þá í öllu þessum símum og hægt verður að einblína á tækniframþróun útfrá einu stýrikerfi í staðinn fyrir að einblína á kannski tvö eða jafnvel þrjú stýrikerfi eins og virtist stefna í fyrir ekki svo löngu síðan.
Allir þessir símar eiga að vera væntanlegir í sölu og dreifingu á öðrum ársfjórðungi núna í ár, sem er þá frá byrjun apríl og fram til loka júní, nema Nokia E65 sem er fáanlegur núna. Þó er alltaf möguleiki á því að þetta geti dregist að einhverju leyti fram á sumarið.
Summary in English: The 3GSM-conference in Barcelona went of with a blast last Monday when Nokia introduced 6 new mobile phones. In short, these were three new additions to the E-series and two new mobile phones, that bare the same numbers as older versions from Nokia but are distinctly clarified by their names and their purpous. Also Nokia introduced the first mass-production phone from Nokia that has the ability to receive DVB-T signals so that you can watch digital television in your phone. Nokia has said that in 2008 the chip that is placed on the phone so that it can receive DVB-T signals will only cost 7 euros. But the new phones in order are:
Nokia N77 - The first mass production DVB-T mobile phone. This phone has the S60-operating system and has been named as the succesor to Nokia N73 because of it's similarities.
Nokia 6110 Navigator - This is the first mass-production phone from Nokia that will have GPS-operating ability and is targeted at the mass market. Unlike the Nokia N95, which is targeted to multimedia gurus and tech fans alike, the Nokia 6110 Navigator should be affordable to the masses and for those who are not looking for the most expensive and technologically advanced phone.
Nokia 3110 Classic - This is a classic mobile phone factor from Nokia, also dubbed as the "candy-bar"form, because of it's striking resemblance to a candy bar. This is just a normal mobile phone but with advanced features like Bluetooth and a 1,3 megapixel camera.
Nokia E61i - The logical succesor of the popular Nokia E61i. This version has been streamlined and made more user-friendly. This version is around 20-30% slimmer than the older version and has a 2 megapixel camera. So users now have the option of picking up a camera or camera-less version of this QWERTY-phone.
Nokia E65 - The first 'slider' in the E-series, I myself have been using this phone for a few days now and this is one of the slimmest and most user-friendly phone I've ever used from Nokia. When looking at it's features you automatically compare it to the Nokia E70, because of the WLAN-support and 2 megapixel camera. Because it is so slim, it fits right into your pocket.
Nokia E90 - The mothership of all E-series phones from Nokia. This is the latest Communicator-phone from Nokia but what has been made different is that it is no a part of the E-series and not the 9000-series like it has always been. Also the S80-operating system has been put to side for now and Nokia E90 uses the new version of the S60-operating system. It's also got 3G-support, GPS, WLAN, HSDPA-support better known as Turbo-3G and a 3,2 megapixel camera. When it comes to the Nokia E90, accept no substitutes.
All these new phones will be available in the second quarter of this year except Nokia E65, which is available now.
Nokia kynnir E90 Communicator til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 13.2.2007 kl. 09:37 | Slóð | Facebook
8.2.2007 | 14:51
Nokia býður upp á ókeypis kort fyrir farsíma
Nokia hefur núna boðið farsímanotendum upp á ókeypis kort fyrir farsíma. Hægt verður frá og með 10. febrúar að hlaða niður forriti sem nefnist Smart2Go af heimasíðunni www.smart2go.com. Frá og með deginum í munu allir símar í N-línunni frá Nokia koma með þessu forriti og nefnist það í símunum Nokia Maps. Að auki er hægt að nálgast útgáfu af Smart2Go fyrir Windows Mobile-síma og í framtíðinni munu fleiri stýrikerfi bætast við.
Það er ljóst að eftir að Nokia N95 var kynntur að þá munu fleiri símar koma með innbyggðri GPS-virkni og því eru viðbætur eins og Smart2Go vel þegnar.
Summary in English: Nokia announced today that they are going to offer a special GPS-map program free for mobile users. The program, which is called Smart2Go, will be available for download on February 10th on the website www.smart2go.com. From now on, all new N-series phone from Nokia will come with this program and it will be named Nokia MAps. Initially this program will be available for all S60-phones from Nokia and phones using the Windows Mobile-operating system and in the near future other operating system will be able to use this program.
7.2.2007 | 09:45
MailforExchange 1,5
Fyrir þá notendur sem hafa verið að nota E-línuna frá Nokia og hafa nálgast póstinn sinn, tengiliðina og dagbókina sína yfir Netið, þá hefur verið hægt að nota forrit til þess frá Nokia sem heitir MailforExchange.
Þetta forrit notast við ActiveSync-staðalinn frá Nokia og er hægt að setja þessa virkni upp á Microsoft Exchange 2003-póstþjónum og ýtir þá póstþjónninn póstinum beint í símann um leið og hann berst í pósthólfið. Að sama skapi færast allar breytingar úr Microsoft Outlook beint úr tölvunni yfir í símann um leið og eitthvað er sett þar inn, hvort sem það er nýr tengiliður eða ný dagbókarfærsla.
Núna hefur Nokia sent frá sér uppfærslu á þessu forriti og er búið að gera ýmsar breytingar á því og laga ýmsar villar sem hafa komið upp í eldri útgáfum. Það sem er kannski stærst í þessu er það að nýjasta útgáfan af MailforExchange styður núna Microsoft Exchange 2007-póstþjóna en þeir eru núna að ryðja sér rúms á markaðnum.
Summary in English: Ever since the first E-series phones came to the market last spring, it has been possible for users of those phones to access their corporate e-mail, contacts and calendar with a special program from Nokia called MailforExchange. This client has now been upgraded and version 1,5 is now available.
If users have an MS Exchange 2003-mail server, it is possible to use a protocol called ActiveSync to push the e-mails, contacts and calendar-info directly to the phone.
This new version has been updated to compensate for various errors and other faults that have been present in former versions of this client but the biggest update is that this new client supports now MS Exchange 2007-servers that are now entering the market.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Nokia
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar