12.2.2007 | 16:59
Nýjungar frá Nokia
Það var nánast búið að gera ráð fyrir því að Nokia ætlaði sér stóra hluti á 3GSM-ráðstefnunni sem haldin er núna í Barcelona. Ráðstefnan hófst formlega í dag og henni líkur 15. febrúar eða næsta fimmtudag. Þessi ráðstefnu hefur nánast tekið við af CeBit-ráðstefnunni, sem haldin hefur verin í Hannover í Þýskalandi ár hvert, sem sá vettvangur þar sem farsímframleiðendur kynna sitt nýjast og öflugasta.
Nokia hóf leikinn strax í morgun kl. 11 að staðartíma, haldinn var formleg kynning og blaðamannafundur á því sem Nokia ætlar að leggja áherslu á núna í ár. Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, hóf kynninguna á því sem Nokia vill gera fyrir símnotendur og eins hvert markaðurinn er að stefna í þeirra huga. Greinilegt er að stafræn sjónvarpsmóttaka er það næsta og heitasta sem er í gangi í farsímaheiminum í dag og Nokia hefur frá árinu 2003 verið með þrjá síma í framleiðslu sem geta tekið á móti DVB-T (Digital Video Broadcast - Terrestrial) sjónvarpsmerki en þetta er sá staðall sem farsímaframleiðendur hafa sameinast um að nota fyrir farsíma til að koma stafrænu sjónvarpsmerki yfir í síma. Nokia hefur spáð því að árið 2008 muni örflagan í farsímann sem sér til þess að hann nái stafrænu sjónvarpsmerki einungis kosta 7 evrur. Í því ljósi kynnti Nokia núna formlega Nokia N77, fyrst fjöldaframleiddi farsíminn frá Nokia sem mun taka á móti stafrænu sjónvarpi.
Í kjölfarið kynnti Olli-Pekka Kallasvuo tvo nýja síma sem nefnast Nokia 6110 Navigator og Nokia 3110 Classic. Glöggir lesendur sjá það að þetta eru númer sem hafa áður verið notuð á Nokia-farsímum. Þessvegna eru þessir nýju símar aðgreindir með nafni. Navigator bendir til þess að sími með slíku nafni sé með GPS-virkni og kortamöguleikum. Classic bendir til að hér sé sími á ferðinni sem sé meira hefðbundin og þjóni þeirri grunnsímavirkni sem margir notendur eru að leitast eftir.
Það sem flestir voru þó að bíða eftir voru formlega kynningar á nýjum viðbótum við E-línuna frá Nokia. E-línan inniheldur síma sem eru sérstaklega hannaðir fyrir viðskiptalífið og hafa þeir fjórir símar sem hafa nú þegar verið kynntir í þeirri línu fengið fádæma góðar viðtökur. Miðað við viðbrögðin við þessum þremur nýju símum sem kynntir voru í morgun að þá er alveg á hreinu að E-línan á eftir að halda áfram í vinsældum.
Kynntir voru þrír nýjir símar í E-línunni; Nokia E61i, Nokia E65 og Nokia E90.
Nokia E61i er rökrétt framhald af Nokia E61, þar sem er búið að uppfæra lyklaborðið og gera það þægilegra í notkun, búið er að bæta 2 megapixla myndavél í símann og gera hann þynnri og þægilegri í vasann.
Næst er það Nokia E65 sem er í sjálfu sér rökrétt viðbót við E-línuna þar sem eitt af megineinkennum E-línunnar er að bjóða upp á rauninni sama símann en svo er hægt að fá hann í mismunandi formi, þ.e. ef notendur vilja hefðbundið takkaborð þá velja þeir Nokia E60 en ef þeir vilja vera með heilt lyklaborð þá hafa þeir valið Nokia E61 o.s.frv. Nokia E65 er því fyrsti sleðasíminn í E-línunni og því ættu einhverjir að taka þeirri viðbót fagnandi. Nokia E65 er með Quad-Bandi virkni, WLAN-tengingu, 2 megapixla myndavél og er í raun hannaður með öflug talsamskipti í huga enda eru flýtitakkar á framhlið símans sem gera notendum kleyft að nálgast hefðbundna talsímavirkni með auðveldum hætti. Sjálfur hef ég verið að nota þennan síma í nokkra daga og er þetta einhver þægilegasti og nettasti sími sem ég hef notað frá Nokia.
Hinsvegar var það Nokia E90 sem flestir voru að bíða eftir, enda láku út myndir af honum á Netið á föstudaginn og hafa margir verið að velta því fyrir sér hvort að Nokia myndi láta verða af því að loksins kynna þennan síma, enda hefur verið þrálátur orðrómur um hann síðan í október á liðnu ári. Nokia lét ekki standa á sér í þetta sinn og segja má að þegar lesið er yfir eiginleikalýsinguna á símanum að þá dettur manni óhjákvæmilega Nokia N95 í hug. Hægt er að segja að Nokia E90 sé nýjasti Communicator-síminn frá Nokia en Nokia hefur gefið út slíka síma með reglulegu millibili frá árinu 1996. Hinsvegar ber Nokia E90 ekki neinar merkingar um að hann sé Communicator-sími og eitt af sérkennum Communicator-símanna er S80-stýrikerfið frá Symbian en það er ekki að finna í Nokia E90. S60-stýrikerfið, sem er 74% af öllum snjallsímum á markaðnum í dag eru að nota, er núna að finna í Nokia E90. Telja menn að þetta komi til með að styrkja stöðu Communicator-símanna frá Nokia til muna því að hægt verður að nota sömu forritin þá í öllu þessum símum og hægt verður að einblína á tækniframþróun útfrá einu stýrikerfi í staðinn fyrir að einblína á kannski tvö eða jafnvel þrjú stýrikerfi eins og virtist stefna í fyrir ekki svo löngu síðan.
Allir þessir símar eiga að vera væntanlegir í sölu og dreifingu á öðrum ársfjórðungi núna í ár, sem er þá frá byrjun apríl og fram til loka júní, nema Nokia E65 sem er fáanlegur núna. Þó er alltaf möguleiki á því að þetta geti dregist að einhverju leyti fram á sumarið.
Summary in English: The 3GSM-conference in Barcelona went of with a blast last Monday when Nokia introduced 6 new mobile phones. In short, these were three new additions to the E-series and two new mobile phones, that bare the same numbers as older versions from Nokia but are distinctly clarified by their names and their purpous. Also Nokia introduced the first mass-production phone from Nokia that has the ability to receive DVB-T signals so that you can watch digital television in your phone. Nokia has said that in 2008 the chip that is placed on the phone so that it can receive DVB-T signals will only cost 7 euros. But the new phones in order are:
Nokia N77 - The first mass production DVB-T mobile phone. This phone has the S60-operating system and has been named as the succesor to Nokia N73 because of it's similarities.
Nokia 6110 Navigator - This is the first mass-production phone from Nokia that will have GPS-operating ability and is targeted at the mass market. Unlike the Nokia N95, which is targeted to multimedia gurus and tech fans alike, the Nokia 6110 Navigator should be affordable to the masses and for those who are not looking for the most expensive and technologically advanced phone.
Nokia 3110 Classic - This is a classic mobile phone factor from Nokia, also dubbed as the "candy-bar"form, because of it's striking resemblance to a candy bar. This is just a normal mobile phone but with advanced features like Bluetooth and a 1,3 megapixel camera.
Nokia E61i - The logical succesor of the popular Nokia E61i. This version has been streamlined and made more user-friendly. This version is around 20-30% slimmer than the older version and has a 2 megapixel camera. So users now have the option of picking up a camera or camera-less version of this QWERTY-phone.
Nokia E65 - The first 'slider' in the E-series, I myself have been using this phone for a few days now and this is one of the slimmest and most user-friendly phone I've ever used from Nokia. When looking at it's features you automatically compare it to the Nokia E70, because of the WLAN-support and 2 megapixel camera. Because it is so slim, it fits right into your pocket.
Nokia E90 - The mothership of all E-series phones from Nokia. This is the latest Communicator-phone from Nokia but what has been made different is that it is no a part of the E-series and not the 9000-series like it has always been. Also the S80-operating system has been put to side for now and Nokia E90 uses the new version of the S60-operating system. It's also got 3G-support, GPS, WLAN, HSDPA-support better known as Turbo-3G and a 3,2 megapixel camera. When it comes to the Nokia E90, accept no substitutes.
All these new phones will be available in the second quarter of this year except Nokia E65, which is available now.
Nokia kynnir E90 Communicator til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 13.2.2007 kl. 09:37 | Facebook
Um bloggið
Nokia
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar