22.2.2007 | 13:16
Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0
Ég var þess heiðus aðnjótandi að fá að kíkja aðeins til Nokia í Kaupmannahöfn núna í vikunni og að fá að sitja fyrirlestur hjá Nokia um nýjustu uppfærsluna á Nokia Intellisync Mobile Suite en útgáfa 8 var kynnt formlega á 3GSM-ráðstefnunni núna um daginn.
Þessi fyrirlestur einblíndi að mestu leyti á kerfislausn inn NIMS sem nefnist Device Management og nýrri viðbót við hana sem nefnist OMA DM eða Open Mobile Alliance Device Management. Device Management-hlutinn sem hefur verið hluti af Intellisync Mobile Suite frá Intellisync, áður en Nokia keypti Intellisync, hefur gagnast mörgum fyrirtækjum en með þessari lausn er netstjóri fyrirtækisins með fullkomna yfirsýn yfir þau tæki sem eru í gangi innan fyrirtækisins og hægt að stjórna notkun þeirra og hefta aðgang að þeim ef þau skildu týnast.
OMA DM-lausnin er hinsvegar tækjastjórnunarlausn sem Nokia hafði verið að þróa innanhús hjá sér áður en Nokia keypti Intellisync og því var ákveðið að gera þessa lausn aðgengilega fyrir notendur og setja hana inn sem hluta af NIMS 8.0. Með OMA DM er hægt að hafa fullkomna og viðtæka stjórn á tækjakosti fyrirtæksins og er hægt með einföldum hætti að senda niður nýjar stillingar eða breyta stillingum sem fyrir eru í símtæki þannig að notandinn þarf ekki að mæta til þess tækniaðila innan fyrirtækisins sem ber ábyrgð á tækjunum. Netstjórinn gæti þessvegna verið staddur í London og sent stillingar áfram niður í tæki sem er staðsett á Íslandi.
Með tilkomu þess að hægt sé að nálgast tölvupóstinn sinn í farsímann að þá hafa fyrirtæki orðið meira meðvituð um að gæta þarf fyllsta öryggis með þessi símtæki og getur það skipt sköpum fyrir velferð fyrirtækisins ef að síminn kæmist í rangar hendur. Þess vegna tryggir Device Management og OMA DM frá Nokia fullkomna yfirsýn yfir þau tæki sem eru í gangi innan fyrirtækja hverju sinni.
Á ráðstefnunni Tækni og Vit sem haldin verður 8.-11. mars mun Hátækni sýna Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0 í virkni og geta því gestir og gangandi séð hvernig þetta virkar.
Summary in English: I got a chance this week to visit Nokia in Copenhagen and attend a seminar on their new Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0.
The lectuar was centralized around the Device Management part of NIMS 8.0 and specifically the OMA DM-solution that Nokia has developed and have now officially made it available for the public.
It has become increasingly difficult for IT-departments to maintain a clear view on what devices are being used at each and every time so Device Management-solution within NIMS 8.0 gives a perfect view on what is going and has the necessary tools to prevent data loss and e-mails getting into the wrong hands.
Hataekni will be at the Tækni og vit-conference here in Iceland which will be held March 8th to 11th and the Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0 will be up and running so customers can see the new system in action.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Nokia
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar