6.3.2007 | 15:26
Hátækni á Tækni og Vit 2007
Hátækni mun vera með bás á Tækni og Vit 2007, sem hefst núna nk. fimmudag, 8. mars og stendur yfir fram á sunnudaginn 11. mars.
Hátækni mun sýna hinar ýmsu farsímalausnir, bæði fyrir Windows Mobile 5.0 og fyrir Nokia-farsíma, þó sérstaklega síma sem eru að keyra á S60-stýrikerfinu frá Symbian.
Þó mun mest athygli fara í að kynna Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0, sem er núna formlega komið í dreifingu og er komið í gang hjá Hátækni. Það er búin að vera löng og ströng bið eftir þessari útgáfu frá Nokia og því eru væntingar orðnar talsverðar. Óhætt er að segja að Nokia Intellisync Mobile Suite 8.0 stendur undir þeim og gott betur.
Að auki verða kynntar tölvupóstlausnir fyrir E-símana frá Nokia en fyrir þá sem vita það ekki að þá er hægt að nálgast tölvupóstinn sinn í gegnum OpenHand, BlackBerry Connect, ActiveSync eða með POP3/IMAP4-stöðlunum beint yfir í Nokia-símann sinn. Auk þess er stuðningur við flestar af þessum tölvupóstlausnum fyrir Windows Mobile og Pocket PC-lófatölvur.
Einnig verða til sýnis og til kynningar nokkur forrit sem er hægt að setja upp í farsímum, til þess að auka notagildi þeirra og virkni. Má þar nefna forrit eins og MSN-spjallforrit fyrir Nokia-síma, upptökuforrit fyrir Nokia og Windows, þar sem hægt er að taka upp símtöl.
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér: www.taekniogvit.is
Summary in English: Hataekni will participate in the Tækni og Vit 2007-expo here in Iceland. What Hataekni will focus on is various e-mail and software solutions for mobile phones, whether it is an S60-powered Nokia-phone or a Windows Mobile-device.
What Hataekni will have the main focus on is Nokia Intellisync Mobile Device 8.0, which has now been formally launched.
As well as putting a focus on Nokia Intellisync, Hataekni will also focus on other e-mail solutions for Nokia and Windows Mobile, such as OpenHand, BlackBerry, ActiveSync and many others.
For more informaion, please visti this website: www.taekniogvit.is
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:28 | Facebook
Um bloggið
Nokia
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar